Fréttir

2.10.2009

Aldarminning | Gunnlaugur Halldórsson arkitekt




GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON ARKITEKT
ALDARMINNING

Mánudagskvöldið 5. október 2009, kl. 20.30
Fyrirlestur Péturs H. Ármannssonar arkitekts
í Norræna húsinu

Á alþjóðlegum degi byggingarlistar, 5. október nk., bjóða
Arkitektafélag Íslands og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla
Íslands til fyrirlestrar um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar
arkitekts, en öld var liðin á fæðingu hans þann 6. ágúst sl.

Fyrirlesturinn er styrktur af Menntasjóði Listaháskóla Íslands.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan að húsrúm leyfir.

Gunnlaugur Halldórsson (1909-1986) er í hópi merkustu frumherja
íslenskrar byggingarlistar. Á námsárunum í Kaupmannahöfn 1926-33
hreifst hann af hugmyndum Bauhausstefnunnar. Snemma á 4. áratugnum
gerðist hann helsti boðberi nýrra viðhorfa í íslenskri húsagerð. Hann
hóf rekstur eigin teiknistofu árið 1933 og starfaði alla tíð
sjálfstætt. Verk Gunnlaugs endurspegla tryggð hans við hugsjón
módernismans um hönnun í anda einfaldleika og notagildis. Meðal
þeirra eru verkamannabústaðir við Hringbraut austan Hofsvallagötu,
Félagsgarður við Hávallagötu, viðbygging við Landsbankann,
Búnaðarbankinn í Austurstræti, byggingar SÍBS á Reykjalundi,
Amtsbókasafnið á Akureyri, Háskólabíó, íbúðarháhýsi við Sólheima
25-27 og Búrfellsvirkjun (þrjú síðustu ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni).




Að venju er alþjóðlegi arkitekúrdagurinn haldinn fyrsta mánudag í október. Í
ár ber þann dag upp á 5. október. UIA hefur gefið deginum  þemað
"Architect's energy versus global crisis". Þetta þema á fullt
erindi í okkar samfélag í dag og er kærkomið tækifæri til að vekja athygli á
framlagi arkitekta við endurhæfingu samfélagsins í kjölfar hrun
fjármálakerfisins.
















Yfirlit



eldri fréttir