Fréttir

27.9.2009

iada | Iceland Art & Design Amsterdam

Gallerí HOT ICE  westergasfabriek  amsterdam býður uppá einstakt tækifæri til kynningar á  íslensku hugviti og sköpun í hvaða mynd sem er.

Gallerí HOT ICE hefur áhuga á að taka virkan þátt í að stuðla að því að koma íslenskri hönnun á alþjóðamarkað og mun þann 29. október - 6. nóvember nk. standa fyrir fyrstu sýningu iada iceland art & design amsterdam þar sem íslenskir hönnuðir og listamenn sýna verk sín.  

iada er haldin samhliða hinni alþjóðlegu Affordable Art Fair (AAF international)  sem árlega er haldin á Westergasfabriek og þúsundir manns heimsækja.  Gríðarlegur áhugi almennings og fjölmiðla ríkir fyrir sýningunni, sem skapar einstakt tækifæri til samhliða kynningar á íslenskri list, hönnun og hugviti.  

Gallerí HOT ICE býður upp á sýningarými ásamt víðtækri kynningu.  

Frekari upplýsingar og eða fyrirspurnir sem og umsóknarbeiðni sendist á v.cellier@hotice.is


















Yfirlit



eldri fréttir