Tækniþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum.
Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 15. september.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Hann starfar
samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu
atvinnulífsins, nr. 75/2007.
Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði
tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðnum er
heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu
Vísinda- og tækniráðs.
Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu
þekkingar- og hátæknistarfsemi. Stjórn Tækniþróunarsjóðs telur sjóðinn
mæta þessum sjónarmiðum með því að skilgreina nýjar áherslur í samræmi
við hlutverk sjóðsins. Sjá nánar
hér.
Umsóknargögn má nálgast á vefsíðu
Rannís.