Í dag hefst hin alþjóðlega hönnunarvika í Kaupmannahöfn,
COPENHAGEN DESIGN WEEK. Hönnunarvikan í Kaupmannahöfn hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og breytist bærinn í mekka alþjóðlegrar hönnunar þessa viku.
Meðal
þeirra fjölmörgu viðburða sem boðið er upp á í ár, er sýning á úrvali norrænnar hönnunar síðastliðinna tíu ára.
Sýningin heitir
Nordic Selected og er innan
CODE09 sýningarmessunnar sem fram fer í BellaCenter. Á sýningunni er að finna hönnun í víðum skilningi allt frá grafískri hönnun til arkitektúrs en þeir íslensku hönnuðir sem valdir voru til að taka þátt í sýningunni eru:
Dögg Design
One Collection
Go-Form
Hrafnkell Birgisson
Katrín Ólína Pétursdóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Sigurður Gústafsson
Össur hf.
Spakmannsspjarir
STEiNUNN
Aurum - Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
CCP - Harpa Einarsdóttir
Ingen frygt
Blue Lagoon Clinic - VA arkitektar
Theresa Himmer