Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Sigurður Þorsteinsson hönnuðir hafa
stofnað vörumerkið og fyrirtækið Heima. Með Heima ætla Guðrún og
Sigurður að nota krafta sína og alþjóðleg tengslanet til byggja upp
sterkt vörumerki með tilvísun í íslenska menningararfleifð.
Fyrstu vörur Heima eru nú komnar á markað, en fyrirtækið miðar að því að þróa gömul gildi og kanna hvað fær okkur til að líða eins og heima hvar sem við erum stödd.
Nánari upplýsingar eru að finna á
heima.eu en auk þess má heyra í Guðrúnu Lilju í
Kastljósþætti RÚV segja frá kraftmiklum hugmyndum Heima.