Fréttir

24.8.2009

Markaðsverkefni | ÚH-20 hefst í október


Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur, ÚH, verður haldið í tuttugasta sinn í haust. Það er ætlað fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hefja útflutning, auka útflutning eða treysta tök sín á markaðssetningu erlendis.

Að vanda verða átta til tíu fyrirtæki valin til þátttöku.

Nýtt ÚH-verkefni tekur 8 mánuði við fræðslu og þjálfun og 6 mánuði við að leita að sölu og drefingaraðilum erlendis. Að jafnaði eru tveir vinnudagar í mánuði fyrri hluta verkefnisins og síðan þarf að gera ráð fyrir ferðalögum erlendis seinni hluta verkefnisins.

Útflutningsráð Íslands stendur að verkefninu í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Bakkavör Group, Samtök iðnaðarins og Félag kvenna í atvinnurekstri.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is, sími 511 4000. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
















Yfirlit



eldri fréttir