Vegna forfalla eru nú laust pláss í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í september.
Með húsnæðinu fylgir gistiaðstaða og einnig vinnustofupláss í vinnustofum Ness eða stórt herbergi með aðstöðu til skrifa.
Að öllu jöfnu þarf að greiða fyrir dvöl í listamiðstöðinni en vegna styrks frá Menningarráði Norðurlands-vestra gefst íslenskum listamönnum nú kostur á að dvelja endurgjaldslaust í Nesi. Í staðinn skilji umsækendur eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu sem gæti talist samsvara styrknum. Það má vera upplestur, listsýning, myndlistarsýning, leiklestur, vinna með íbúum bæjarins eða hvað það sem listamaðurinn kærir sig um.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á
www.neslist.is og skulu þær sendast á
umsokn@neslist.is. Fyrirspurnum er svarað á
nes@neslist.is eða í síma 864 0053.