Alþjóðlega
ráðstefnan, You Are In Control, fer fram í þriðja sinn á Hilton
Hótelinu í Reykjavík dagana 23. og 24. september næstkomandi.
Á
ráðstefnunni verður rætt um nýjar leiðir í dreifingu á menningar- og
afþreyingarefni, aukin tækifæri í markaðssetningu og hlutverk
samfélagsvefja. Skoðaðar verða nýjar aðferðir í viðskiptum og
fjármögnun fyrirtækja um leið og rýnt er í framtíðina. Sérstaklega
verður horft á samlegðaráhrif mismunandi greina skapandi geirans og
áhrif á listsköpun. Á ráðstefnunni verður leitast við að svara
aðkallandi spurningum í umræðunni um stafræn málefni, eins og: Hvernig
er hægt að stækka kökuna svo að allir fái sanngjarna sneið af henni?
Hvaða breytingar hafa átt sér stað í neytendahegðun og markaðssetningu?
Hvað er það sem sameinar hönnun, tónlist, kvikmyndir, myndlist og
tölvuleiki? Hvað geta skapandi greinarnar lært hverjar af annarri?
Fyrri
dag ráðstefnunnar verða pallborðsumræður og sýnidæmi en síðari daginn
geta þátttakendur valið um vinnusmiðjur þar sem farið verður dýpra í
saumana á einstökum þáttum. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf um
nýjustu tæki og tól á netinu sem nýtast í kynningarstarfi.
You
are in Control er einstakt tækifæri fyrir alla þá sem vinna í skapandi
greinum og markaðssetningu að kynnast sumum af fremstu hugsuðum í
viðskiptum og markaðssetningu. Fólki gefst kostur á að efla tengslanet
sitt og koma hugmyndum í framkvæmd jafnframt því að deila reynslu.
Boðið er upp á hádegismat og kaffiveitingar báða dagana til að auðvelda
fólki að mynda tengsl.
Ráðstefnugjald er 36.000 krónur við
inngang.
Þeir sem skrá sig fyrir 1. september borga 24.000 en
Íslendingar sem skrá sig fyrir 1. september fá 50% afslátt og greiða
12.000 krónur. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Skráning er
á
greta@utflutningsrad.is og frekari upplýsingar má finna á
facebook og á
www.icelandmusic.is/Conferences/IMX/2009---You-are-in-Control/
YAIC er í boði
ÚTÓN og
Útflutningsráðs í samstarfi við
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar,
Hönnunarmiðstöð Íslands,
Kvikmyndamiðstöð Íslands og
Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.