Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð fyrir styrkárið 2010. Umsóknarfrestur er til 1. október 2009.
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í
þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni
einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.
Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október 2009:
- Öndvegisstyrki
- Verkefnastyrki
- Rannsóknastöðustyrki
Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem
hlutu styrk til verkefna árið 2009 með áætlun um framhald á árinu 2010
skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 11. janúar 2010 en þurfa ekki
að endurnýja umsókn.
Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku, svo að mögulegt sé að
senda umsóknir í mat erlendis. Undanþágur eru veittar frá þessari
meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við
íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá
starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á
ensku, enda eru öndvegisverkefni ávallt metin af erlendum sérfræðingum.
Ítarlegar upplýsingar um Rannsóknasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á vef
rannís