Utanríkisráðuneytið verður með opið hús á menningarnótt og mun
starfsemi Hönnunarmiðstöðar verða kynnt með áherslu á stuðning við útflutning á íslenskri hönnun og hugviti á því sviði. Kynnt verður ný
farandsýning um íslenska hönnun og arkitektúr sem ferðast mun erlendis
á næstu árum í samstarfi við utanríkisþjónustuna.
Kl. 15:30 - 16:30 í Utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, Reykjavík.
Sýning verður á myndum frá hönnunarsýningunni og einnig kynna nokkrir hönnuðir verk sín:
-
Kynning á Hönnunarmiðstöð – Þórey Vilhjálmsdóttir
-
Kynning á hönnunarsýningunni ´Íslensk hönnun 2009´– Elísabet V. Ingvarsdóttir, sýningarstjóri
-
Fánabókin – Hörður Lárusson, grafískur hönnuður
-
Leirpotturinn – Hönnunarteymið Borðið
-
Skólína KRON KRON – Magni og Hugrún hönnuðir
-
Aurum skartgripir – Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir