Fréttir

22.7.2009

Hönnuðir, teiknarar og myndlistarmenn óskast



Langar þig að taka þátt í nýju spennandi verkefni? Við erum að leita að ferskum grafískum hönnuðum, teiknurum og myndlistarmönnum til að vinna að nýju alþjóðlegu tískuverkefni undir handleiðslu Söru Maríu Júlíusdóttur úr Nakta Apanum.

Þetta nýja og spennandi verkefni sameinar það sem það þýðir að vera Íslendingur, arfleiðina og nútímahönnun.

Ef þú ert spennt/ur að taka þátt í þessu verkefni með okkur, sendu okkur þá sýnishorn af vinnu þinni á netfangið puffinking@vargur.is.  Ef okkur líkar það sem við sjáum sendum við þér "creative brief" sem kynnir verkefnið.  Því næst færðu frjálsar hendur til að vinna hugmyndir til kynningar fyrir Varg.

Hlökkum til að heyra í ykkur!

Vargur
www.vargur.is
















Yfirlit



eldri fréttir