Fréttir

22.7.2009

Hraunhús og Magmatika hönnunarverslun

Hraunhús eru miðstöð hönnunar sem samanstendur af verslun, kaffihúsi, sýninga/veislusal og vinnuaðstöðu fyrir hönnuði. Gott gengi er á milli þessara þátta því hver fær sinn sess í stórum sal og gangvegur í miðju rýminu tengir þá saman. Hraunhús hefur þannig beina tengingu á milli hönnuða og afurða þeirra. Gestir njóta þess að sjá, snerta og skynja það sem er að gerast í íslenskri hönnun - frumkraft og grasrót í góðu blandi við klassíska hönnun og kaffihús með tengingu við menningu og listir.

Magmatika, hönnunarverslunin í Hraunhúsum, hefur allt það að bjóða sem einkennir íslenska hönnun. Sköpunarkraftur, notagildi og óvæntir eiginleikar vöru, sem sprottin er af krafti íslenskra hönnuða, eru sett fram á skemmtilegan hátt svo gestir geti notið í góðri stemmningu. Mikill metnaður er lagður í umgjörð verslunarinnar og kynningu á vörum sem þar fást og hönnuðum þeirra. Á vefsíðunni hraunhus.is má finna allar upplýsingar og einnig er þar hægt að versla og panta vörur.

Hraunhúsum er ætlað að verða miðstöð ferskrar hönnunar í verki og upplifun. Ólgandi vettvangur hugmynda fyrir alla þá sem
kunna að meta og vilja njóta góðrar hönnunar og lista.

Áhugasamir hönnuðir geta haft samband við verkefnastjóra Magmatika í Hraunhúsum: johannaerla@hraunhus.is

















Yfirlit



eldri fréttir