Fréttir

6.7.2009

101 TOKYO | Snerting við Japan í Norræna húsinu

 
 
 
09.júlí 2009 kl 20:00 í stóra sal Norræna hússins
JAPÖNSK ÁHRIF Á ALVAR AALTO OG NORRÆNA BYGGINGARLIST


Leif Høgfeldt Hansen arkitekt og prófessor við Arkitektaskólann í Árósum heldur fyrirlestur um áhrif hefðbundinnar japanskrar byggingarlistar á byggingar hins merka finnska arkitekts Alvar Aalto - sem og annarra norrænna arkitekta um miðbik 20.aldarinnar.

ÖGUÐ NAUMHYGGJA Í BLAND VIÐ MÝKT OG HLÝJU NÁTTÚRULEGRA EFNA
Fyrirlesturinn mun hverfast í kring um verk Alvar Aalto, eins helsta frumkvöðuls svokallaðs staðbundins eða ljóðræns módernisma sem átti sér rætur í hinum krítarhvíta og ofursvala stíl Bauhaus-skólans í  Evrópu millistríðsáranna. Aalto var í forsvari fyrir stefnu meðal norrænna arkitekta sem ófu staðbundin efni og eldri verktækni með hinum spennandi nýju formum þannig að yfirbragð bygginganna varð mannlegra og mýkra ásýndar og vann sér mikinn hljómgrunn í allri hönnun allt frá Finnlandi til Íslands. Hin japönsku áhrif birtust helst í notkun náttúrulegra og óunninna byggingarefna, en ekki síður í nánum tengslum bygginga við umhverfi sitt. Þannig var litið á landslagið eða garðinn sem órjúfanlegan hluta af innrýmum  húsa með beinu aðgengi, stórum glerflötum og opnanlegum rennihurðum, og áhersla lögð á að byggingar féllu vel að umhverfi sínu. Síðustu árin hafa þessar áherslur fallið í skuggann af sífellt meiri hraða og einsleitara byggingarlagi, en nú færist aftur mjög í vöxt að huga að sérkennum hvers staðar og byggja með næmi og virðingu fyrir tengslum manns og umhverfis.
Fyrirlestur Leif á því afar spennandi erindi við líðandi stund.

Leif Høgfeldt Hansen architect maa graduated from Aarhus School of Architecture in 1990. After his graduation he moved to Finland and worked in respected architecture offices in Helsinki. In 1993-1995 he took a post-graduate research at Monbusho University in Japan. In 1995 he started teaching at the Aarhus School of Architecture. Leif Høgfeldt Hansen has been teaching and given lectures in Europe, Asia and America. He has specialized in Scandinavian and Asian architecture and architectural history.
Leif currently holds the postition as associate professor at Aarhus School of Architecture.


Fleiri stórskemmtilega viðburði sem fram fara á sýningunni 101 TOKYO má sjá á vefslóðinni www.101tokyo.is

















Yfirlit



eldri fréttir