Fréttir

12.6.2009

Sjálfbærar borgir framtíðar

Þekkingarfyrirtækið Designboost sem hefur sérstakan áhuga á sjálfbærri heildarþróun í heiminum, lagði spurningar fyrir nokkra af fremstu hönnuðum heims um hugmyndir þeirra um sjálfbærar borgir framtíðarinnar á hönnunarvikunni í Mílanó.

Meðal þeirra hönnuða sem sátu fyrir svörum er Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður, en áhugavert að hlýða á vangaveltur hönnuðanna um sjálfbærni.

Talað var við þrettán hönnuði m.a. Ilse Crawford, Tom Dixon, Konstantin Grcic, Arik Levy, Ross Lovegrove, Katrin Olina og Satyendra Pakhale. Hlýða má á viðtölin á þessari slóð: www.designboost.se/index.php/home/boostevent/miniboost.html


















Yfirlit



eldri fréttir