Fréttir

12.6.2009

Af gróðri jarðar | Sýning



Nú stendur yfir sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlistarmanns og Tinnu Gunnarsdóttur hönnuðar í Gallery Turpentine á Skólavörðustíg 14.

Á sýningunni sem ber yfirskriftina Af gróðri jarðar eru fjölbreitt verk sem sækja form sitt í Íslenska Flóru. Um er að ræða  húsgögn, gólfteppi og vatnslitamyndir sprottnar upp úr blómabrekkum í afskekktum eyðifirði.

Sérstakur gestur á sýningunni er hönnunartríóið Þriðjudagshópurinn (Tueseday Project) en í því eru ásamt  Tinnu Gunnarsdóttur þær Sigríður Sigurjónsdóttir og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir.

Gallery Turpentine er opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 13-17. Sýningin stendur til 28 júní.

















Yfirlit



eldri fréttir