Fréttir

9.6.2009

Ráðstefna | Skipulagsmál hafna og borga

Dagana 18. og 19. júni verður haldin í Reykjavík ráðstefna um skipulagsmál hafna og borga, en það eru samtökin Association Internationale Villes & Ports, sem halda ráðstefnuna í samstarfi við Faxaflóahafnir.

Að þessu sinni verður aðalþema ráðstefnunnar ferðamennska og hafnir með sérstakri áherslu á þátt skemmtiferðaskipa.

Ráðstefnan fer fram á Grand hótel og hefst kl. 13:00 þann 18. júní og stendur svo frá 10:00 til 16:00 þann 19. júní.

Aðgangseyrir er 80 evrur fyrir íslendinga og hægt er að skrá sig og borga með  kreditkorti á vefnum, inni í verðinu er hádegismatur. 

www.reykjavik-aivp.com
















Yfirlit



eldri fréttir