Fréttir

3.6.2009

Umsóknir óskast | Ráðhússýning Handverks og Hönnunar

HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu/kynningu á  handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok október 2009. Þetta er í fjórða sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir viðburði af þessu tagi. Sýningin stendur í 4 daga og er aðgangur ókeypis.  

Staður og tími: 
Ráðhús Reykjavíkur 30. október til 2. nóvember 2009  

Opnunartími:
Föstudagur 31. október kl. 10 – 19
Laugardagur 1. nóvember kl. 12 – 18
Sunnudagur 2. nóvember kl. 12 – 18
Mánudagur 3. nóvember kl. 10 - 19                       

Þátttakendur:
Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar valið er inn.  

Umsóknir um þátttöku verða að berast til HANDVERKS OG HÖNNUNAR í síðasta lagi 15. júní 2009.  

Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Handverks og hönnunar www.handverkoghonnun.is
















Yfirlit



eldri fréttir