Salur 104
Háskólatorg
Föstudaginn 29. maí 2009 kl. 16.30
" Se, høre, lugte, smage og føle - design af naturlegepladser og sansehaver for alle"
Helle Nebelong landslagsarkitekt MAA, MDL
Hin metnaðarfulla fyrirlestraröð Félags íslenskra landslagsarkitekta ´Betri tíð með blóm í haga´ heldur áfram.
Föstudaginn 29. maí nk. kl. 16:30 í sal 104 á Háskólatorgi, verður hin danska
Helle Nebelong landslagsarkitekt
með fyrirlestur, en hún hefur sérhæft sig í hönnun svokallaðra
upplifunar- eða skynjunargarða og hlotið margvíslegar viðurkenningar
fyrir.
Helle Nebelong er landslagsarkitekt MAA, MDL og Master of Public Mangement, MPM.
Helle vinnur við hönnun útisvæða með aðgengi fyrir alla og hefur sérhæft sig í hönnun „upplifunar-“ eða „skynjunargarða“ ásamt leiksvæðum fyrir börn.
Aðalinntakið er að náttúrlegir, áhugaverðir og fallegir staðir hafa jákvæð áhrif á líðan og þroska sköpunargáfu fólks, gegnum beina upplifun af náttúru, sögu og arkitektúr.
Helle hefur skrifað greinar og bækur um leik barna og haldið fyrirlestra um allan heim. Vinna og hugmyndafræði Helle Nebelong er hefur hlotið viðurkenningu bæði í Danmörku og á heimsvísu. Oft og iðulega er vísað í verkefni og greinar frá henni þegar fjallað er um börn og leik þeirra í náttúrlegum aðstæðum.
Helle rekur Sansehaver.dk ásamt því að vera formaður í samtökunum Dansk Legeplads Selskab og vera talskona fyrir samtökin the Leadership Team for the Nature Action Collaborative for Children, NACC.
www.sansehaver.dk
Helle Nebelong gaf nýlega út bókina „Vi leger at…“,
sem fjallar um börn, leik og lærdóm ásamt hönnun leiksvæða og upplifunargarða fyrir börn.