Fréttir

20.5.2009

Fyrsta úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru


Framúrskarandi hönnuðir fengu úthlutað 11 milljónum úr Hönnunarsjóði Auroru í fyrstu úthlutun úr sjóðnum til íslenskra hönnuða. Veittir voru níu styrkir til hönnuða og tveggja samstarfsverkefna sjóðsins, samtals 11 milljónir króna. Sjóðurinn var stofnaður fyrr á árinu af Auroru velgerðarsjóði.

Sjóðnum er ætlað að styðja við framúrskarandi hönnuði, efla grasrótarstarf í hönnun og vera vettvangur hugmynda og skapandi hugsunar í íslenskri hönnun. Með þessu leggur sjóðurinn sitt af mörkum til eflingar nýsköpunar og sprotastarfsemi á Íslandi.

Um þessar mundir stendur yfir sýningin „Íslensk hönnun 2009“ á Kjarvalsstöðum sem er á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Listasafns Reykjavík. Hönnunarsjóður Auroru kynnir þar til leiks „Vaxtarsprota“ íslenskrar hönnunar, 5 upprennandi og efnilega hönnuði sem sýna verk sín á sýningunni en sá hluti sýningarinnar er fyrsta opinbera verkefni sjóðsins. Sýningin er hluti af Listahátíð Reykjavíkur.

Næsta úthlutun úr sjóðnum verður á haustmánuðum.



Þeir sem fengu úthlutaðan styrk að þessu sinni eru:

HUGRÚN ÁRNADÓTTIR OG MAGNI ÞORSTEINSSON   www.kronkron.com
KRON by KRONKRON
skólína
Styrkurinn er veittur til sýningahalds í Kaupmannahöfn, París og Mílanó haustið 2009

JÓN BJÖRNSSON  www.bjoss.com
Flower Eruption
Vasar steyptir úr íslenskum sandi
Styrkur til vöruþróunar Flower Eruption

GUÐRÚN LILJA GUNNLAUGSDÓTTIR  www.bility.is
Líkkistur og duftker úr pappamassa
Styrkurinn er veittur til frumgerðasmíði og tilrauna og rannsóknarvinnu

KATRÍN ÓLÍNA www.katrin-olina.com
Styrkur er veittur til uppbyggingar hönnunarfyrirtækis og kynningarstarfs.

LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR www.lindabjorgarnadottir.com
Scintilla – heimilistextíll
Styrkur til sýningahalds hjá Martine Sitbon í París í september nk. og kynningu í tengslum við það.

SARA MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR www.dontbenaked.com
NAKTI APINN
Styrkur til að þróa og efla framleiðslu hönnunar hennar.

Vík Prjónsdóttir  www.vikprjonsdottir.com
Brynhildur Pálsdóttir, Egill Kalevi Karlsson, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Hrafnkell Birgisson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir
Styrkur til vöruþróunar.


Samstarfsverkefnin eru:

HÖNNUNARSÝNINGIN  „ ÍSLENSK HÖNNUN 2009“ – „VAXTARSPROTAR“
Samstarfsaðili:  Hönnunarmiðstöð Íslands og Listasafn Reykjavíkur

Sýningin „Íslensk hönnun 2009“ á Kjarvalsstöðum er á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Hönnunarsjóður Auroru kynnir þar til leiks „Vaxtarsprota“ íslenskrar hönnunar, 5 upprennandi og efnilega hönnuði sem sýna verk sín á sýningunni en sá hluti sýningarinnar er fyrsta opinbera verkefni sjóðsins. Sýningin er hluti af Listahátíð Reykjavíkur.
“Vaxtarsprotarnir”eru:
Dagur Óskarsson www.daguroskarsson.com
Jón Björnsson   www.bjoss.com
Friðgerður Guðmundsdóttir www.fridgerdur.com
Sóley Þórisdóttir  www.soleythoris.com
Þórunn Árnadóttir www.thorunndesign.com

LETURGERÐ OG MERKI HÖNNUNARSJÓÐS AURORU
Samstarfsaðili: Gunnar Þór Vilhjálmsson  www.gunnarvilhjalmsson.net
Letrið er endurgerð á letrinu Golden Type, sem William Morris teiknaði fyrir forlagið sitt Kelmscott Press. Vinnuheiti letursins er GOLDEN AURORA.


www.honnunarsjodur.is

















Yfirlit



eldri fréttir