Fréttir

15.5.2009

Listahátíð í Reykjavík 2009



Listahátíð í Reykjavík hefst í dag 15. maí þar sem stórglæsileg dagskrá hefur að geyma fjölbreytta og spennandi viðburði. Kynnið ykkur dagskrána á vef Listahátíðar www.listahatid.is

Meðal sýninga á hátíðinni er sýningin - Íslensk hönnun 2009 - sem opnar á Kjarvalsstöðum í dag 15. maí og stendur til 9. ágúst. Sjá nánar hér.




Katrín Ólína er hönnuður veggspjalds Listahátíðar í Reykjavík, 2009. 

Katrín Ólína er virk á ýmsum sviðum hönnunar á erlendum vettvangi og hefur árum saman unnið að þróun persónulegs myndheims sem hún hefur nýtt á sérstæðan hátt við innanhússhönnun, vöruhönnun, myndlist, hreyfimyndagerð og tískuhönnun. Ýmis fyrirtæki hafa sóst eftir sköpunarkröftum Katrínar og má þar nefna DuPont®, Rosenthal, Fornarina, 3M og Montreux Jazz Festival í Sviss.  Þá er hönnun hennar á Tré, fatahengi fyrir framleiðandann Swedese , eitt af þekktustu verkum sænskrar samtímahönnunar og er rómað víða um heim.

Katrín hefur sýnt innsetningar sínar í Listasafninu í Osló og í Hafnarhúsinu á síðasta ári, þar sem hún sýndi 85 fermetra teikningu og hreyfimynd sem unnin var í samvinnu við Caoz.

Nýverið hlaut Katrín Ólína hin virtu Forum AID verðlaun í Svíþjóð fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong, en þar er myndmálsaðferð Katrínar notuð til að þekja rými í hólf og gólf.  Þá hlaut Katrín Menningarverðlaun DV 2009 á sviði hönnunar.

Vefur Katrínar Ólínu: www.katrin-olina.com
















Yfirlit



eldri fréttir