Annað árið í röð stendur Fatahönnunarfélag Íslands fyrir sýningu í Portinu í Hafnarhúsinu dagana 8.- 9. maí undir nafninu SHOWROOM REYKJAVIK.
Fyrirmyndin að sýningunni eru erlendar sölusýningar sem fataframleiðslufyrirtæki taka þátt í til að koma vöru sinni á markað. SHOWROOM REYKJAVIK er þar með vísir að framtíðardraumum íslenskra fatahönnuða og fataframleiðenda.
Íslenskum verslunarstjórum hvaðanæva að af landinu er boðið á sýninguna, en eitt af aðalmarkmiðunum er að vekja athygli innkaupafólks á að nú býðst orðið fjölbreytt úrval af íslenskri fatahönnun og fataframleiðslu hér á landi. Jafnframt er tilgangurinn með sýningunni að bjóða upp á faglega umfjöllun um fagið sem víðast. Síðast en ekki síst þá er sýningin kærkomið tækifæri þeirra sem vinna í fatahönnun og tengdum geirum að sjá hvað kollegar eru að fást við.
Sýningin verður opnuð með móttöku föstudaginn 8.maí kl.17-19. Hún er síðan opin laugardaginn 9. maí kl.10-17
Meðal sýnenda á SHOWROOM REYKJAVIK eru:
Andersen & Lauth
ásta créative clothes
AFTUR
BIRNA
Cintamani
E-label
ELM
Farmers Market
GuSt
HANNA
KRON by KRONKRON
ÍSTEX
kvk
LHÍ
Lúka Art&Design
Lykkjufall
MUNDI
NIKITA
66°Norður
Nostrum
REY
Thelma/
Skaparinn
STEiNUNN