Ungir frumkvöðlar víðsvegar um Evrópu eiga þess kost að sækja um að komast í vinnu hjá sér „eldri“ og reyndari frumkvöðlum. Markmiðið með þessu er að kynna sér og læra, hvernig hinir reyndu frumkvöðlar hafa náð að stjórna fyrirtækjum sínum til árangurs.
Ungir frumkvöðlar eru skilgreindir sem þeir, sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki eða hafa rekið það síðast liðin þrjú ár. Reyndir frumkvöðlar eru þeir sem eiga og reka fyrirtæki.
Þessu verkefni er ætlað að örva samkeppnishæfni og styðja við alþjóðavæðingu og frumkvöðlastarfsemi, sem og að flytja þekkingu milli aðila.
Áhugasamir, bæði hinir „ungu“ og hinir „reyndu“ geta sótt um í verkefnið á
www.erasmus-entrepreneurs.eu og komið sér í samband við millilið (Intermediary Organisation) að eigin vali. Áætlaður samstarfstími er allt að sex mánuðir og styrkur fyrir hina ungu frumkvöðla fer í að greiða ferðakostnað og uppihald.
Evrópumiðstöð Impru getur veitt handleiðslu í gerð umsókna vegna þessa verkefnis. Hafið samband
amanda@nmi.is
www.een.is