Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðuverur, hljóðbókhlaða, veggflísar, maríubjalla, innsetningar, útiverk, klippimyndir, draumfarir, málverk, teikningar, gjörningar, veggflétta, skartgripir, rannsóknarstofa, púðasería, hurð, myndasaga, bók, hringferð, borgarbókasafn, veggklukka, friðasúlur, veggspjöld og besti vinur mannsins…
Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar
fimmtudaginn 23. apríl kl.14.00 á Kjarvalsstöðum en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.
Í ár eru um 70 útskriftarnemendur sem sýna verk sín, 47 í hönnunar-og arkitekúrdeild og 22 í myndlistardeild. Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræðni og framsækni að leiðarljósi.
Sýningin stendur til 3. maí og er opin daglega frá 10.00 - 17.00.
Sýningarstjórar eru: Finnur Arnar Arnarsson, Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun Listháskóla Íslands verður haldin
miðvikudaginn 22. apríl kl. 21.00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Þar sýna níu útskriftarnemendur fatahönnun sína. Einn prófdómara er Louise Wilson, sem er yfir meistarnámi í fatahönnun við St. Martins skólann í London en hún er mikil áhrifamanneskja í heimi tískunnar.
www.lhi.is