Aðalfundur SA 22. apríl | skráning stendur yfir
Atvinnulífið skapar störfin er yfirskrift aðalfundar SA 2009 sem verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin
dagskrá kl. 15:00.
Formaður SA, Þór Sigfússon, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytja erindi.
Þá munu Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður leggja á ráðin um hvernig hægt sé að skapa 20.000 störf.
Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel Food Systems.
Dagskrá lýkur kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður vetur með formlegum hætti.
Eftir fundinn gefst kærkomið tækifæri til að hitta fólk úr öllum geirum atvinnulífs á Íslandi til skrafs og ráðagerða.
Nánari dagskrá má sjá hér: www.sa.is/frettir/almennar/nr/4446/
Fundurinn er öllum opinn og það kostar ekkert inn.
Skráning á fundinn fer fram hér: www.sa.is/malefni/adalfundur-sa-2009/
Það er ljóst að Ísland þarf á skapandi fólki að halda til að leggja grunn að kröftugu samfélagi til framtíðar – það væri gaman að sjá sem flesta úr hinum skapandi geira á fundi SA.