Fréttir

16.4.2009

Að móta byggð | Ráðstefna


Ráðstefna Skipulagsstofnunar | Að móta byggð... með áherslu á lífsgæði, í samstarfi við: Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsfræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands.

Tími: Fimmtudagur 30. apríl kl. 8:30 – 17:00
Staður: VeisluTurninn Smáratorgi 3, 20. hæð, Kópavogi - aðkoma frá Smáratorgi
Skráning: Tekið er á móti skráningu í admotabyggd@skipulagsstofnun.is og hjá Skipulagsstofnun í síma: 595-4139. Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst en
lokadagur skráningar er 28. apríl.
Gjald: Ráðstefnugjald verður kr. 6000- / en kr. 5000- fyrir þá sem skrá sig fyrir 23. apríl. Gjald fyrir atvinnulausa og námsmenn verður kr. 2.500- /en kr. 2.000- fyrir þá sem
skrá sig fyrir 23. apríl. Við skráningu þarf að koma fram hvert senda á reikninga. Afboðanir þurfa að berast fyrir 28. apríl.
Hádegisverðarhlaðborð: Ráðstefnugestum stendur til boða einstakt tilboð í hið glæsilega hádegisverðarhlaðborð á Nítjándu, veitingarstað VeisluTurnsins, á kr. 2.200-
(venjulegt verð er kr. 2.750-). Sérstök skráning er fyrir gesti í: pantanir@veisluturninn.is og skal þá tekið fram að um ráðstefnugesti sé að ræða, eða í síma 575-7502. Tekið er við pöntunum til 29. apríl.

Ráðstefnustjórar: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðríður Arnardóttir fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogsbæjar.

DAGSKRÁ

8:30 Skráning ráðstefnugesta, afhending gagna og kaffi

9:00-9:05 Setning ráðstefnunnar, Stefán Thors skipulagsstjóri

9:05-9:15 Ávarp Umhverfisráðherra

9:15-9:35 Norræn samstarfsverkefni um mótun byggðar og sjálfbæra þróun Hafdís Hafliðadóttir arkitekt og sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun

9:35-10:45 City Design- Urban developement for Citizens method, Steffen Gulmann stofnandi 11CityDesign og aðjúnkt við Copenhagen Business School: Strategic Design Developement

Kaffihlé

10:55-11:35 An historical approach on the notion of esthetic and the town planning, Astrid Lelarge doktorsnemi í sagnfræði og Birgir Jóhannsson arkitekt

11:35-12:00 Kynning á rannsóknarverkefnum háskólanema

Hádegishlé

13:00-14:15 Where would we like to live?, Eric Holding arkitekt, starfar með CABE í Bretlandi, John Thompson Partners og Alta

14:15-14:30 Kynning á niðurstöðum úr málstofunum fimm: ,,AÐ MÓTA BYGGБ‘ sem haldnar voru í vetur með; unga fólkinu, íbúa- og félagasamtökum, verktökum og fjárfestum, skipulagsráðgjöfum og öðrum sem koma að skipulagsgerð og kjörnum fulltrúum | Málfríður K Kristiansen arkitekt og verkefnastjóri hjá Skipulagsstofnun

14:30-16:55 Raddtorg – (world café), umræðuhópar á 19. hæð með þátttöku ráðstefnugesta, (5- 6 manns við hvert borð) þar sem fram fara umræður með því markmiði að ná fram niðurstöðum og skilaboðum sem komið verður áfram til stjórnvalda (kaffi og meðlæti verða á borðum)

17:00 Ráðstefnulok og hressing



Dagskrá ráðstefnunnar má einning nálgast hér.
















Yfirlit



eldri fréttir