Götugallerí Hönnunarmiðstöðvar Íslands var afhjúpað að Austurstræti 16 í gær að viðstöddu fjölmenni. Um er að ræða innsetningu grafíska hönnuðarins
Sigga Eggertssonar, í glugga Apóteksins sem snýr að Austurstrætinu. Innsetningin verður til sýnis í um tvo mánuði, en síðar munu aðrir hönnuðir fylgja í kjölfarið. Sérstök valnefnd sér um að velja hönnuði sem hljóta þann heiður að sýna verk sín í Götugalleríinu, en Siggi Eggerts var sá fyrsti sem varð fyrir valinu. Það voru þau Áslaug Friðriksdóttir, formaður Menningar- og ferðamálaráðs og Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar sem afhjúpuðu galleríið.
Þetta var skemmtilegur undanfari fyrir HönnunarMars sem mun hefjast formlega fimmtudaginn 26. mars nk.