Laugardagur 28.03 kl.15:00 - 17:00 og sunnudagur 29.03 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík
Í tilefni frumútgáfu bókarinnar Byggingarlist í augnhæð býður Listasafn Reykjavíkur til útgáfuteitis í Hafnarhúsinu. Byggingarlist í augnhæð er nýsköpun í námsefnisgerð um byggingarlist fyrir börn og ungt fólk með áherslu á skapandi námsaðferðir og samhengi við íslenska menningu, upplifun og tjáningu. Bókina skrifaði Guja Dögg Hauksdóttir, deildarstjóri byggingarlistardeildar við safnið, en hún er gefin út af Arkitektafélagi Íslands og Námsgagnastofnun. Í tengslum við útgáfufagnaðinn og HönnunarMars verður opin byggingarlistarsmiðja fyrir börn á öllum aldri bæði laugardag og sunnudag í Hafnarhúsinu.