Ráðstefna
ENDURSKÖPUN HAFNARBORGA II
borgarlýsing: byggingarlist og myndlist í borgarlandslagi
í Norræna húsinu í Reykjavík, laugardaginn 14.febrúar kl.13:00 – 18:30
Fyrirlesarar eru:
Jürgen Hasse, prófessor við mannvistarlandfræðideild J-W von Goethe Háskólans í Frankfurt.
Deike Canzler, arkitekt og lýsingarhönnuður hjá Ljusarkitektur P&Ö í Stokkhólmi.
Roger Narboni, lýsingarhönnuður og stofnandi Concepto Lighting Design í Bagneux og
Elinor Coombs, lýsingarhönnuður. BDP / Guerrilla Lighting í London.
Alexander Stublic, myndlistamaður. (Mader/Stublic/Wiermann) í Berlín og
Jeroen Everaert, myndlistarmaður (Mothership) í Rotterdam.
Laugardaginn 14.febrúar fer fram síðari hluti ráðstefnunnar
Endursköpun hafnarborga (Reinventing Harbour Cities). Í þessum síðari
hluta er sjónum beint að mikilvægi fallegrar lýsingar í opinberu rými
borga. Breiður hópur erlendra listamanna og ljósahönnuða, arkitekta og
fræðimanna flytja erindi og sýna nýleg dæmi um spennandi verkefni sem
bera vitni um aukna vitund á birtingarmynd borga og nýja sýn á líf í
borg. Efnið er notað sem innblástur í pallborðsumræður um stöðu og
möguleika Reykjavíkur í þessu samhengi.
Hafnarborgir hafa í gegnum tíðina mótast af iðnvæðingu og
alþjóðaviðskiptum. Síðustu ár hafa hafnir og starfsemi í kringum þær
verið flutt í úthverfi. Um leið hafa eldri hafnarsvæði fengið nýtt
hlutverk. Mótuð hefur verið ný ásýnd til að laða að erlenda ferðamenn
og skapa alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Við þessar breytingar opnast
fyrsta flokks svæði við sjóinn, sem yfirleitt eru tengd miðborgum og
nýtast vel fyrir viðskipti, íbúðir eða afþreyingu. Þannig eru stór
hverfi endurlífguð og um leið eru samskipti einstaklinga og samfélags
við og innan borgarumhverfisins í stöðugri endurskoðun. Allt þetta
mótast af því hvernig hafnarborgir eru endurskilgreindar. Reykjavík
,nyrsta höfuðborg heims er aðeins ein fjölmargra borga um heim allan
sem er stöðugt að breytast eftir því sem alþjóðaviðskipti,
ferðaþjónusta og samtímamenning hafa mótandi áhrif á þróun borga í
hnattrænu samhengi. Reykjavík hefur síðastaliðna áratugi orðið fyrir
áhrifum mikils hagvaxtar og menningargrósku. Nú hefur fjármálakreppan
hægt á og jafnvel stöðvað þessa hröðu þróun og mörg stór verkefni. Þá
gefst tækifæri til að endurmeta stöðuna og skapa nýja framtíðarsýn.
Ráðstefnunni er ætlað auka framlag Íslands til alþjóðlegrar umræðu um
framtíð hafnarborga. Með því að leiða saman fagaðila, listamenn,
almenning og fjölmiðla er velt upp ólíkum sjónarhornum á hlutverk
lista, listamanna og hönnuða í alþjóðlegu borgarumhverfi og miðar að
því að víkka út staðbundnar samræður um sameiginlega sýn á það sem
Reykjavík er og hvernig hún er að breytast.
Fyrri hluti ráðstefnunnar fór fram í apríl og maí 2008, en en
fyrirlesarar voru þá m.a. þeir Ólafur Elíasson myndlistarmaður, Martin
Biewinga frá West 8 í Rotterdam, Vito Acconci myndlistarmaður og
arkítekt frá New York og Christopher Marcinkoski frá Field Operations.
Ráðstefnan er á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar / CIA.IS í samvinnu við Norræna húsið.
Dagskrána skipulögðu Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvarinnar og Guja Dögg Hauksdóttir arkítekt.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér http://www.cia.is/news/conference.htm
Ráðstefnan fer fram á ensku.
http://www.cia.is/news/conference.htm
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Hafnarstræti 16
IS-101 Reykjavík
T: +354-562 72 62
F: +354-562 66 56
info@cia.is
www.cia.is
styrktaraðilar ráðstefnunnar: