Vetrarhátíð verður haldin dagana 13. og 14. febrúar.
Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Brúðuleikhúshátíð, Eldriborgarahátíð, harmonikkuball, ljósaganga á Esjuna, tímaflakk í Grjótaþorpinu, Kærleikar, myndlistasýning frístundamálara, danslistasýning JSB, barnatónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins og margt, margt fleira verður í boði fyrir borgarbúa og gesti hennar á Vetrarhátíð.
Allir viðburðir á hátíðinni eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar og nánari upplýsingar.