Fréttir

7.2.2009

Út er komin bókin Nordic Architects

Út er komin hjá Arvinius Förlag í Stokkhólmi bókin Nordic Architects.  Hún fjallar um 70 framsæknar arkitektastofur í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og vekur athygli á nýlegum verkum reyndra arkitekta svo og hæfileikamanna á uppleið.

Þessi nytsama bók gefur glögga mynd af Norrænni arkitektúrstarfsemi í upphafi 21. aldar. Arkitektarnir sjálfir ræða um þau tækifæri og þá áskorunin sem felst í því að starfa í umhverfi með sterkri hönnunarhefð og jafnframt að gera uppreisn gegn henni. Arkitektarnir og verk þeirra gefa jafnframt innlit í tækni- og alþjóðavæðinguna, hraða upplýsingasamfélagsins svo og vaxandi vinsældir hönnunar og samsvarandi aukningu þverfaglegrar stafsemi. 

Íslensku arkitektastofunni Arkitektar Hjördís & Dennis var boðið að vera með í bókinni og er fjallað um Sendiherrabústaðinn í Berlín, sem lokið var við að byggja árið 2006 samkvæmt verðlaunatillögu þeirra.
Höfundur bókarinnar er David Sokol í New York.  Bókin er afar vönduð, 448 síður með 350 ljósmyndum.  Hún er einnig gefin út hjá Dom Publisher í Berlín fyrir Þýskalandsmarkað og hjá Page One Publishing í Singapore fyrir Asíumarkað.


 
              Sendiherrabústaðurinn í Berlín, ljósmyndari Werner Huthmacher / Berlín
















Yfirlit



eldri fréttir