Konur í útrásarhug!
Útflutningsráð Íslands og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða á ný upp á verkefni sem ætlað er að styðja við fyrirtæki Brautargengiskvenna sem hyggja á útrás.
Í verkefninu er farið yfir fyrstu skrefin þegar hugað er að útflutningi en í lok verkefnis eiga þátttakendur að:
- þekkja til grundvallaratriða er varða leiðir til útflutnings og markaðssetningu erlendis
- vita hvar eigi að leita sér upplýsinga og aðstoðar varðandi útflutning
- hafa betri sýn á tækifæri til aukinna umsvifa og útrásar
Verkefnið hefst í febrúar og lýkur í apríl og samanstendur af þremur vinnufundum ásamt heimavinnu milli funda.
Þátttökugjald er 35.000 kr. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 19. febrúar 2009.
Nánari upplýsingar veita:
Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði í síma 511 4000, netfang: inga@utflutningsrad.is eða Arna Lára Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450 4050, netfang: arnalara@nmi.is
www.utflutningsrad.is