Fréttir

7.2.2009

Stockholm Furniture Fair og Stockholm Design Week




Stockholm Furniture Fair
er sölusýning sem býður upp á það áhugaverðasta í húsgögnum, lýsingu, textíl og annarri innanhússhönnun fyrir heimili og opinber rými. Sýningin er talin vera ein af áhugaverðustu hönnunarsýningum í heiminum í dag þar sem yfir 750 fyrirtæki kynna hönnun sína.  Samhliða Stockholm Furniture Fair fer fram ljósasýningin Northern Light Fair sem leggur áherslu á ljósahönnun en auk þess má á sýningunni finna sérstakan hluta, Greenhouse, þar sem upprennandi hönnuðir kynna hönnun sína. Þar er unnið markvisst að því að koma á tengslum milli iðnaðarins og hönnuða framtíðarinnar.

Go form hönnuðirnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa verið í samvinnu við sænska húsgangaframleiðandann Möbelsnickarmästare Johansson frá Markaryd í Svíþjóð og kynna nú nýtt borð og nýjar útgáfur af stól sem kynntur var á sýningu í Kaupmannahöfn 2007.  Sýningarbásinn er hannaður af
Go form og Katrín Ólína sá um grafíska hönnun.
 
Í tengslum við sýninguna fer fram Stockholm Design Week þar sem söfn, fyrirtæki og stofnanir setja upp sýningar og viðburði um alla borg með hönnun í brennidepli.








www.stockholmfurniturefair.com
www.northernlightfair.com
www.stockholmdesignweek.com
















Yfirlit



eldri fréttir