Hádegisfyrirlestur Opna Listaháskólans í Skipholti 1, stofu 113, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12 - 12:40
John Bielenberg er maðurinn á bak við Project-M. John er stofnandi C2 í Kaliforníu sem byggir á aðferðum sem hann kallar "Think Wrong" og setur til höfuðs íhaldsemi heilans af líffræðilegum ástæðum. John á langan feril verka byggðra á "röngum hugsunarhætti": árið 1991 gerði hann gagnrýnið verk um heildarlausnir stórfyrirtækja undir nafninu "Virtual Telemetrix" og hlaut mikla eftirtekt fyrir það. Hann hefur síðan stofnað Project-M sem gengur út á þennan sama hugsunarhátt og samfélagslega ábyrg verkefni unni á þverfaglegum grunni. Námskeiðið Project-M Iceland "Design Activism" stendur nú yfir í hönnunardeild LHÍ undir handleiðslu John´s.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um John Bielenberg:
www.c2llc.com
www.projectmlab.com
http://tiny.cc/mavlab
http://www.designobserver.com