Fréttir

30.1.2009

Menningarverðlaun DV 2009 - ábendingar til tilnefninga í byggingarlist óskast

Sambylið Birkimörk i Hveragerði, arkitekt Palmar Kristmundsson
         Menningarverðlaun DV 2008 i flokki bygginarlistar -
    Sambylið Birkimörk i Hveragerði, arkitekt Palmar Kristmundsson

Senn líður að  hinni árlegu veitingu Menningrverðlauna  DV.

Byggingarlistaverðlaun verða veitt fyrir mannvirki sem  tekin voru í notkun árið 2008. Sem fyrr er um að ræða opinberar byggingar eða byggingar í þágu almennings. Byggingar í einkaeign og til einkanota,  s.s. einbýlishús eru ekki teknar til skoðunar.

Gert er ráð fyrir allt að 5 tilnefningum  í hverjum flokki og verður gefið út sérstakt fréttablað þann 25. febrúar þar sem tilnefnd verk í öllum flokkum verða kynnt . Verðlaunaafhendingin fer fram þann 4. mars.

Hér með er óskað eftir ábendingum  um tilnefningar  í byggingarlist til dómnefndar.

Vinsamlegast  sendið inn þær upplýsingar sem þið teljið að þurfi, til að gefa dómnefnd innsýn í viðkomandi verk  s.s:
-staðsetning verks, bær/hérað, götuheiti
-stutt lýsing að mati höfunda, forsendur,starfsemi, tæknileg uppbygging o.fl.
-nöfn höfunda; aðalhönnuður,tengiliður
-teikningar; grunnmyndir, snið, útlit, módelmyndir, 3d myndir  og ljósmyndir sem höfundar telja nauðsynleg til að skýra verkið.
Dómnefnd skipa að þessu sinni:
Margrét Harðardóttir, arkitekt FAÍ   margret@studiogranda.is
Palmar Kristmundsson, arkitekt      pk@pk.is
Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAí    sigridur@vaarkitektar.is

Vinsamlegast sendið tillögur á ofangreind netföng dómnefndarmanna eigi síðar en 10. febrúar n.k.

f.h. dómnefndar,
Sigríður Sigþórsdóttir

Veittar eru frekari upplýsingar í síma: 8633296, 5306990

















Yfirlit



eldri fréttir