Fréttir

25.1.2009

Hönnunarsamkeppni - Erró


Hönnunarmiðstöð Íslands, verslunin Kraum og  Listasafn Reykjavíkur standa fyrir nýstárlegri hönnunarsamkeppni sem felst í því að hanna nytjahlut með innblæstri eða tilvísun í listaverk eftir Erró.

Verðlaunahafi hlýtur verðlaun að verðmæti 500.000 kr. sem Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Samtök Iðnaðarins leggja til auk þess sem hluturinn verður seldur í Hafnarhúsinu og í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum. Einnig má gera ráð fyrir því að fleiri munir í samkeppninni verða valdir til sölu á næstu mánuðum.

Á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá því að Erró gaf Reykjavíkurborg hina viðamiklu gjöf sem nú er grunnur að Errósafneign Listasafns Reykjavíkur. Af því tilefni mun Listasafn Reykjavíkur leggja ríka áherslu á nýjar sýningar á verkum eftir listamanninn og fjölbreytta viðburði tengda þeim á árinu 2009. Einn af þeim er umrædd hönnunarsamkeppnin sem nú er boðað til. Í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi eru til úrval bóka um listamanninn, bæði í verslun og á bókasafni sem þátttakendur hafa aðgang að.


Keppnin er ætluð fagmenntuðum hönnuðum og / eða þeim sem heyra undir aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Úrslit keppninnar verða kynnt á Hönnunardögum 27. mars 2009.



Sérstakt fagráð velur úr innsendum hugmyndum en það skipa:

Halla Bogadóttir -  Kraum, formaður
Soffía Karlsdóttir - Listasafn Reykjavíkur
Þórey Vilhjálmsdóttir – Hönnunarmiðstöð Íslands
Pálmar Kristmundsson - Arkitekt
Egill Egilsson – Vöruhönnuður
Gunnar Þór Vilhjálmsson – Grafískur hönnuður

Nánari upplýsingar um keppnina veita
Halla Bogadóttir s: 661-7797, Soffía Karlsdóttir s: 820-1202 eða Þórey Vilhjálmsdóttir s: 661-0101.

 Reglur hönnunarsamkeppninnar má finna hér:
Reglur_Kraum_01.pdf
















Yfirlit



eldri fréttir