Fagráð vöruþróunarverkefnisins Hönnun í útflutning hefur farið yfir þær 65 tillögur hönnuða sem bárust í verkefnið. Fagráðið og fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu voru sérstsaklega ánægð með faglegar tillögur.
Þær tillögur sem valdar voru eru eftirfarandi:
Tillaga vöruhönnuðanna Páls Einarssonar og Egils Sveinbjörns Egilssonar fyrir Intelscan.
Tillaga arkitektanna Jóns Stefáns Einarssonar og Arnórs Skúlasonar fyrir Flúrlampa.
Tillaga Projekt Studio fyrir Villimey.
Tillaga Kristrúnar Hjartar vöruhönnuðar fyrir Saga Medica.
Tillaga Laufeyjar Jónsdóttur fatahönnuðar fyrir Glófa.
Tillaga Snorra Valdimarssonar iðnhönnuðar fyrir Fossadal.
Tillaga Pipar auglýsingastofu fyrir JS gull.
Hönnuðirnir og fyrirtækin munu hefja samstarf strax í næstu viku og afrakstur samstarfsins verður kynntur á sýningu í maí nk.
--------------------------------------------------
Auglýst var eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs Íslands.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Samstarfinu er ætlað að efla þátt hönnunar innan fyrirtækja með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri í útflutningi og innleiða sýn hönnunar við þróun á útflutningsvöru og þjónustu.
Búið var að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti.
Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru Villimey, Fossadalur, Glófi, JS Gull, Flúrlampar, Saga Medica og Intelscan.
Vefsíður fyrirtækjanna:
www.villimey.is , www.wish.is , www.glofi.is , www.jonogoskar.is , www.flurlampar.is , www.sagamedica.is , www.intelscan.is
• Fagráð valdi saman fyrirtæki og hönnuði úr hópi umsækjenda í samráði við fyrirtækin
• Fagráð skipa: Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs 66° Norður, Hrafnkell Birgisson, vöruhönnuður og Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.