Morgunverðarfundur um kynningarátak á íslenskum vörum og þjónustu í Kína verður haldinn á Grand Hótel 22. janúar kl. 08.45-09.30.
Sendiráðið í Kína mun annast sameiginlegt kynningarátak á íslenskum vörum og þjónustu en utanríkisráðuneytið og Útflutningsráð standa einnig að verkefninu.
Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Peking, mun kynna verkefnið sem ætlað er íslenskum fyrirtækjum sem hafa hug á útflutningi á einn stærsta neytendamarkað heims.
Markmiðið með verkefninu er að auka þekkingu á íslenskum vörum með sameiginlegri gæðaímynd um vörur sem framleiddar eru í hreinu og tæru umhverfi á Íslandi.
Skráning fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is