Útflutningsráð mun á árinu taka þátt í sýningarkostnaði hjá fyrirtækjum sem eru með mjög sérhæfða vöru eða starfa á svo þröngu sviði að þau eigi ekki erindi inn á almenna þjóðarbása Útflutningsráðs. Hér með er auglýst eftir aðilum sem gætu notað sér þessa þjónustu.
Umsóknum skal skila með tölvupósti til berglind@utflutningsrad.is með upplýsingum um fyrirtækið, upplýsingum um viðkomandi sýningu og kostnaðaráætlun.
Að sýningu lokinni þarf að skila til Útflutningsráðs greinargerð um þátttökuna. Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir í síma 511 4000.