Fréttir

11.1.2009

Eitt áhugaverðasta frímerki ársins

frimerkifridarsula

Frímerkið með Friðarsúlunni í Viðey var nýlega valið þriðja áhugaverðasta frímerki ársins 2008 af vefmiðli frímerkjasafnara StampNews.com.

Frímerkið skarar framúr fyrir að vera óhefðbundið. Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður, hannaði frímerkið sem er prentað í 4-lita offset með pantone silfri, UV-bleki og fosfór sem veldur því að myndin dregur að sér birtu svo að það lýsir í myrkri.
Ef lýst er á frímerkið með útfjólubláu ljósi koma bæði fosfórinn og UV-blekið í ljós en ef farið er með frímerkið inn í myrkur glóir bara fosfórinn.

Mynd af John Lennon birtist á frímerkinu þegar lýst er á það með útfjólubláu ljósi.


fridarljosÁ stalli friðarsúlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið" eða „imagine peace" á 24 tungumálum. Í hverri frímerkjaörk eru 10 frímerki. Með því að hafa tvöfalda rifgötun á köntum arkarinnar komast öll tungumálin 24 fyrir í „flísunum" sem þannig myndast. Á örkinni eru leiðbeiningar um hvernig rífa má kantana frá, mynda úr þeim tvo hálfmána, líma þá saman og breyta þeim í friðarljós.

 

















Yfirlit



eldri fréttir