Karl Aspelund heldur fyrirlestur miðvikudaginn 7. janúar kl. 20-22 í
húsakynnum Heimilisiðnaðarfélags Íslands að Nethyl 2e.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „ Um kvenbúninga heimsins á
upphafsárum nýrrar aldar " en einnig verður boðið upp á umræður.
Karl undirbýr nú doktorsritgerð sína um þjóðbúninga og hefur áhuga á
að ná tali af fólki sem ber þjóðbúninga.
Karl Aspelund kennir fatahönnun í Bandaríkjunum, við University of
Rhode Island og stundar doktorsnám við Boston University. Áhugasvið
hans er samspil fatahönnunar og sjálfsmyndar þjóða og um þessar
mundir er hann að hefja rannsókn á stöðu og merkingu þjóðbúninga
kvenna á Íslandi í dag. Hann hefur kennt og unnið sem hönnuður í
Bandaríkjunum frá 1996, en kenndi áður fatahönnun og fleira við
Iðnskóla Reykjavíkur og hannaði leikmyndir og búninga fyrir
kvikmyndir og leikhús. Karl er höfundur „ The Design Process, " sem
er notuð til kennslu í á fimmta tug háskóla í Bandaríkjunum. Næsta
bók hans, „Fashioning Society", kemur út í vor. Karl flytur erindi
fyrir Þjóðbúningaráð Íslands á þingi norrænu þjóðbúningaráðanna sem
haldið verður í Orbaden, Svíþjóð, 2009.
Karl er með eftirfarandi vefsíðu í undirbúningi í tenglum við
doktorsverkefnið:
http://people.bu.edu/aspelund/
Aðgangseyrir er kr. 1500. Að beiðni Karls renna 1000 kr. af þeirri
upphæð í Minningarsjóð Indriða Guðmundssonar, klæðskera.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda
póst á
hfi@heimilisidnadur.is eða hringja í síma
551 5500.
www.heimilisidnadur.is