Fréttir

12.12.2008

Expo 2010 - Sýningarhönnun - umsóknir óskast

expo2010Ákveðið hefur verið að Ísland taki þátt í Heimssýningunni í Shanghai í Kína árið 2010 - Þátttaka Íslands er samstarfsverkefni fyrirtækja og hins opinbera - Tekinn hefur verið á leigu 500 fermetra sýningarskáli sem verður á svæði með hinum Norðurlöndunum - Framkvæmdasýsla ríkisins fh utanríkisráðuneytisins óskar eftir hugmyndum um útfærslu á innanhússkipulagi og sýningu í skálanum með áherslu á sýningarhlutann. Lögð er áhersla á að þeir sem leggja inn tillögur hafi víðtæka reynslu af hönnun sýninga og með tillögunum fylgi ítarleg lýsing á þessari reynslu. Við mat tillagna verður bæði tekið tillit til innsendra lausna og reynslu tillöguhöfunda af sýningarhönnun. Gert er ráð fyrir að sá aðili sem fyrir valinu verður vinni með framkvæmdastjórn EXPO 2010 að nánari útfærslu tillögunnar. Nánari upplýsingar um verkefnið eru aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Tillögum ásamt upplýsingum um reynslu tillöguhöfunda skal skilað til Ríkiskaupa eigi síðar en mánudaginn 12. janúar 2009, kl. 16:00.

http://www.rikiskaup.is/utbod/14628?saekja=1 

 

















Yfirlit



eldri fréttir