Fréttir

5.12.2008

Könnun - sýningar

útflutningsráðsýningar

 

Skipulag á sameiginlegri þátttöku fyrirtækja á vörusýningum erlendis er eitt af lykilatriðum í þjónustu Útflutningsráðs. Á ári hverju eru skipulagðar um 15- 20 sýningar í ýmsum atvinnugreinum. Ávallt er haft að leiðarljósi að fyrirtækin fái sem mest út úr sýningarþátttökunni, spari sér vinnu og fjármuni.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að íslensk fyrirtæki haldi merkjum sínum á lofti, standi saman og séu sýnileg á erlendri grundu.

Fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í könnun Útflutningsráðs, svo unnt verði að fá skýrari mynd af því hvaða sýningar á komandi ári vekja áhuga meðal útflytjenda. Jafnframt er óskað eftir ábendingum fyrirtækja um aðrar sýningar sem kveikja áhuga, og/eða upplýsingum um önnur áhugaverð landsvæði sem fyrirtæki beina sjónum sínum að. Frekari upplýsingar veitir starfsfólk sýningasviðs, Berglind Steindórsdóttir, berglind@utflutningsrad.is , og Aðalsteinn Sverrisson, adalsteinn@utflutningsrad.is
Sjá könnun hér

















Yfirlit



eldri fréttir