Yfir fimmtíu fyrirtæki um allt land taka þátt í átaki um að kynna gjafavöru og góða þjónustu, selda beint frá framboðsaðila.
Úrvalið er mikið: Gæðamatvæli, hlýr fatnaður, vandaðir munir, gisting við þjóðveg eða úti í auðnini, alúðar bað- og nuddmeðferð fjarri skarkala höfuðborgar, svo fátt eitt sé nefnt. Nógur er fjölbreytileikinn en til að að auka eftirspurn þarf að beina sjónum að gróskunni og gæðunum.
Með því að gefa ástvinum og vandamönnum trygga ávísun á sérstæða upplifun og innlendan kost, þá er ekki einungis verið að gefa góða íslenska gjöf, heldur jafnframt verið að gefa Íslandi sjálfu jólagjöf; Að gefa fjölbreytilegum sprotavexti áburð er að stuðla að þeirri sjálfbæru þróun efnahags- og atvinnuuppbyggingar landsins sem nú er aðkallandi.
Björk Guðmundsdóttir er í forsvari fyrir átaksverkefnið og er í samvinnu við vef Náttúra.info, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélög landsins, Hönnunarmiðstöðina og smáfyrirtæki um allt land.
Útlit gjafabréfs er hannað af Hrafni Gunnarssyni, grafískum hönnuði í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands.
http://www.nattura.info/islenskgjof