Fréttir

5.5.2020

Stækkaður menningarpottur hjá Reykjavíkurborg vegna Covid-19Mynd frá Menningarnótt í Reykjavík.

Reykjavíkurborg hefur stækkað menningarpottinn og opnar nú fyrir umsóknir fyrir sjálfstætt starfandi listamenn til að mæta verkefna- og tekjumissi sem þeir verða fyrir vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið.

Styrkir verða veittir til verkefna sem örva sköpunargleði, listræn verkefni, samræður og menningarlegt framboð í borginni til lengri og skemmri tíma. 

Tímabil og upphæð 
Um tímabundið átaksverkefni er að ræða. Sjóðurinn sem nemur 30.000.000 kr. tekur á móti skriflegum umsóknum frá 5. maí – 17. maí 2020. Hægt er að sækja um tvær upphæðir: 500.000 kr. eða 750.000 kr.

Hverjir geta sótt um og hvað er styrkt? 
Þeir sem geta sótt um eru sjálfstætt starfandi listamenn og hópar sem nú eru án verkefna eða samninga. Allar listgreinar hafa aðgang að sjóðnum en umsækjendur þurfa að vera einstaklingar eða hópar sem vinna saman að einstöku verkefni, ekki listastofnanir sem njóta opinbers stuðnings.
 

Styrkir geta til dæmis fallið til: 
-        þróunarverkefna innan viðkomandi listgreinar 
-        stafrænnar útgáfu eða flutnings af verkefni s.s. tónleikum, sviðslistum osfrv. 
-        annarar listrænnar starfsemi

Styrknum er ekki ætlað að koma í stað launa fyrir verkefni sem hafa fallið niður heldur að skapa vettvang fyrir ný- eða viðbótarverkefni. 
Vakin er athygli á því að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. 

Yfirliteldri fréttir