Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3. júní og markmið samkeppninnar er að fá fram sterka heildarmynd fyrir Borgarlínustöðvar. Hér eru svör við þeim fyrirspurnum sem bárust innan seinni fyrirspurnafrests.
Borgarlínan er samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Hún mun tengja sveitarfélögin og styrkja samgöngur milli þeirra og innan hvers fyrir sig.
Hér er hægt að lesa samkeppnislýsingu og allar nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því að fyrirkomulag varðandi skilaform og afhendingar hefur tekið breytingum.
Hér er hægt að sjá svör við fyrri hluta fyrirspurna.
Borgarlína - götugögn - seinni fyrirspurnir :
1.
1. Er öllum heimiluð þátttaka? Er nóg að vera með BA próf í vöruhönnun eða arkitektúr til að fá að taka þátt?
Svar: „Samkeppnin er opin fagfólki, hönnuðum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa“. BA próf uppfyllir þau skilyrði.
2. Hvað eru ,,Pollar"?
Svar: Pollar (e.bollards) eru mjaðmaháir staurar sem eru oft nýttir til að aðgreina akandi umferð frá gangandi eða hjólandi.
2.
1. Verða öll skýlin að vera með opnanlegar hurðar. Hvað með lítil stök skýli.
Svar: Skýlin eiga ekki að vera með opnanlegum hurðum en þau eiga að vera byggð upp af einingum sem möguleiki er á að loka að hluta til að veita betra skjól. Lítil stök skýli hefðu möguleika á að vera með lokuðum hliðum og baki en ekki lokuð í allar hliðar.
2. Hvada "staurar" með skuggum eru út um allar trissur á grunnmyndinni en ekki á "rúmmynd"
Svar: Ef átt er við skugga við hjólastíga á grunnmynd þá er þar um að ræða götulýsingu sem er ekki inni á stöðvarpalli og því ekki götugagn sem telst til samkeppni. Aðeins götugögn staðsett á palli á rúmmynd teljast til götugagna sem útfæra þarf í samkeppni þessari.
3. Milli "gangpalls" og borgarlínu er teiknuð einhverskonar grind á grunnmynd. Er þetta eitthvað sem máli skiptir.
Svar: Grindverk á stöðvarpalli snýr að akvegi bifreiða og aðskilur stöðvarpall frá almennri umferð sem rennur bakvið stöðina. Stöðvarpallurinn er opinn í átt að akreinum Borgarlínu. Þetta bak/grindverk telst sem götugagn og hluti af samkeppni.
4. Ekki er skýrt hvar ljósastaurar eru. Á grunnmynd eru að þvi virðist 2 staurar en þei passa engan veginn við "rúmmynd".
Svar: Ef átt er við staura sem teiknaðir eru við sinn hvorn endann á stöðvarpalli þá eru það staurar fyrir merki Borgarlínu. Ljósastaurar raðast hinsvegar eftir pallinum í baklínu stöðvar.
3
Spurningar:
1.Við höfum fengið tvenn gögn frá ykkur varðandi samkeppni þessa. Væri möguleiki að fá DWG og SketchUp af þessum gögnum sem okkur var gefið, þannig að keppendur fái nákvæmar upplýsingar um samkeppnisgögn og þurfi minnst að túlka núverandi gögn hver fyrir sig?
Svar: Meðfylgjandi myndir eru eingöngu til viðmiðunar, en sýna ekki endanlega uppsetningu stöðvanna, enda verða þær allar ekki jafn stórar. Helstu málsetningar á stöðvarpalli eru að finna á grunnmynd en höfundum er ætlað að koma með tillögu að útfærslu götugagna á pallinn. SketchUp skjali af stöðvarpalli hefur verið bætt í samkeppnisgögnin.
2. Varðandi götuskýli: Gott væri að fá nákvæma stærð af þessu skýli sem óskað er eftir. Hversu margir metrar í lengd og breidd. Erfit er að átta sig á því hvað þið teljið vera skýli sem við eigum að hanna, og „stærri“ skýli sem ekki eiga að vera hönnuð í þessari samkeppni?
Svar: Ætlast er til að skýlin séu byggð upp í einingum þannig að hægt sé að lengja og stytta þau eftir aðstæðum á hverri stöð. Það er í höndum hönnuða að ákvarða lengd á hverri einingu en æskilegt er að lengdin samræmist öðrum lengdum í götugagnalínunni t.d. Bekkjum og tyllibekkjum. Þannig er hægt að raða stöðvum upp á mismunandi hátt á sama grunni (festingum).
3. Varðandi gróðurker: Hvaða stærð sjáið þið fyrir ykkur?
Svar: Það er hönnuða að útfæra en gott er að miða við að kerin séu amk 40 cm djúp að innra máli.
4.Varðandi ljósastaura og upplýsingastaura: Hvaða hæð miðið þið við?
Svar: Miðað er við 4m hæð á ljósastaurum, 3-3,5m á upplýsingastaurum (upplýsingaflötur þarf að vera læsilegur).
5. Varðandi Upplýsingar/rafrænar lausnir: getið þið útskýrt betur hvaða þetta er í rauninni?
Svar: Þá er átt við rauntímaupplýsingar. T.d hversu langt er í næsta vagn, hvaða vagnar stöðva við stöðina og tilkynningar af ýmsu tagi.
6. Hver er munurinn á upplýsingastaur og staur fyrir merki? (skv. Teikningu)
Svar: Upplýsingastaurar eru ætlaðir til að veita vegfarendum upplýsingar varðandi stöðina og kerfið, rauntímaupplýsingar og leiðakerfi. Staur fyrir merki er fyrir merki borgarlínunnar og skapar kennileiti sem sést úr fjarlægð við stöðina.
Varðandi bekki:
7. Á bekkjunum þarf að vera bak og á þeim á að vera möguleiki til að setja arma fyrir þá sem þurfa að nýta báðar hendur til að reisa sig upp.
Þarf að vera sér bak á bekkjunum eða er nóg að bakið sé t.d. veggurinn á skýlinu ?
Svar: Gera þarf ráð fyrir að hægt sé að sé að nýta bekki með og án baks. En bekkirnir ættu að geta nýst bæði stakstæðir og við bakhlið stöðvar og skýlis.
Varðandi hjólastanda:
Eiga hjólaskýli að vera með þaki eða án þaks?
Svar: Ekki er ætlast til að hönnuð séu hjólaskýli með þaki en hjólastandar eru hluti af samkeppninni.
Varðandi Skilaform:
Getið þið útskýrt betur:
8. Útlitsmyndir sem sýna heildarhugmynd og ytra útlit. Er þetta í ákveðnum skala?
Svar: Teikningar af götugögnum, málsettar. Sýnd frá mismunandi hliðum. Ekki í ákveðnum skala.
Getið þið útskýrt betur:
9. Myndir af götugögnum á hvítum bakgrunni.
Er þetta þrívídd eða einnig útlitsmynd? Er þetta í ákveðnum skala?
Svar: Í þrívídd, þeim skala sem höfundur telur við hæfi. Stakstæð götugögn. En ekki er verið að óska eftir samsettri stöð heldur línu götugagna sem hægt er að raða upp á mismunandi hátt eftir þörfum og stærð Borgarlínustöðva.
Getið þið útskýrt betur:
10. Myndir af götugögnum staðsettum í borgarumhverfi.
Er þetta sama teikning og fyrri teikning af götugögnum á hvítum bakgrunni nema í borgarumhverfi? Er þetta í ákveðnum skala?
Svar: Götugögnum raðað inn í borgarumhverfið í þrívídd. Til að sjá samhengi milli þeirra og hvernig samspili þeirra við umhverfið er.
11. Er ekki óskað eftir grunnmynd af götugögnum?
Svar: Ekki er óskað eftir grunnmyndum af götugögnum en grunnmynd af einstaka gögnum geta fylgt útlitsteikningum.
Varðandi skil:
12. Það er beðið að skila á rafrænu og pappír.
Nú er það tiltölulega dýrt að prenta 4 x A1 og greinargerðir, og getur það vafist bæði fyrir nemendum og einyrkjum sem eiga kannski við fjárhagsleg vandamál í dag. Einnig er það ekki sérstaklega vistvænt. Gæti dómnefnd athugað það að bara eigi að skil í rafrænu þó svo að gera eigi síðan sýningu úr þessu öllu?
Svar: Ákveðið hefur verið að skil í samkeppnina verði eingöngu rafræn. Samkeppnislýsing hefur verið uppfærð með tilliti til þess. Ath. að eins og fram kemur í samkeppnislýsingu þá er samkeppnin hugsuð fyrir fagfólk, ekki nema.
4
1. Er gert ráð fyrir grindverki á milli pallar og götu?
Svar: Gert er ráð fyrir að í baki stöðvarpalla sé hægt að koma fyrir skilrúmi. Stöðvarpallurinn er staðsettur milli Borgarlínu sem ekur í miðju götunnar og akreina almennrar umferðar.
2. Eru takmarkanir á efni sem keppendur geta hannað úr?
Svar: Hafa ber í huga kostnaðargát og endingu við val á efnum.
----
Markmiðið í hugmyndasamkeppni Borgarlínu er að fá fram sterka heildarmynd (konsept) fyrir Borgarlínustöðvar. Á stöðvum Borgarlínunnar skal heildstætt útlit einkenna og aðgreina kerfið frá hefðbundnu strætisvagnakerfi. Götugögnin sem einkenna stöðvarnar skulu hafa samræmt yfirbragð en þjóna mismunandi tilgangi á stöðvunum. Tilgangurinn með samkeppninni er að til verði banki af götugögnum sem hægt er að velja úr eftir þörfum á hverri stöð.
Götugögnin munu einkenna Borgarlínuna í öllum sveitarfélögum og stuðla að betri og heildstæðari borgarbrag. Götugögnin skuli stuðla að auknum gæðum í byggðu umhverfi og hafa jákvæð áhrif á upplifun notenda.
Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér.