Fréttir

7.4.2020

Áríðandi könnun um áhrif Covid 19 á hönnun og arkitektúr




Hönnunarmiðstöð Íslands er í samtali við stjórnvöld um að tryggja hlut hönnunar og arkitektúrs í aðgerðum stjórnvalda í efnahagsmálum í kjölfar Covid 19 faraldursins.  

Til þess að gefa okkur rétta mynd af þeirri stöðu sem nú er uppi og meta áhrifin sem Covid 19 hefur á starfssemi og afkomu hönnuða og arkitekta og fyrirtækja á því sviði viljum við biðja þig um að svara strax könnuninni hér fyrir neðan.

 

Það er gífurlega brýnt að sem flestir svari könnuninni sem fyrst, því niðurstöður hennar geta haft bein áhrif á árangur í samtali við stjórnvöld.

 

Könnunin er 15 spurningar og tekur um 5-10 mínútur að svara. Hún er nafnlaus og fyllsta trúnaðar gætt. Ekki er hægt að rekja svör til einstakra svarenda. Könnuninni verður lokað á miðnætti þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.

Ýttu hér til að svara könnuninni.

Ekki hika við að senda okkur línu á info@honnunarmidstod.is ef spurningar vakna eða þið eruð með hugmyndir um lausnir sem þið viljið deila með okkur.

















Yfirlit



eldri fréttir