Í nýjasta tölublaði tímaritsins Computer Arts er að finna ítarlegt
viðtal við grafíska hönnuðinn Sigga Eggertsson. 'I viðtalinu er Sigga
lýst sem upprennandi stjörnu myndskreytinga með sinn einstaka stíl þar
sem geometrísk form og mjúkar línur mætast. Siggi er tilnefndur til
íslensku Sjónlistaverðlaunanna í ár, og stendur yfir sýning á verkum
Sigga og annarra tilnefndra í Listasafni Akureyrar til 19. október n.k.
Viðtalið er að finna undir slóðinni: http://www.computerarts.co.uk/in_depth/interviews/siggi_eggertsson