Fréttir

2.12.2008

Jólaórói styrktarfélags lamaðar og fatlaðra 2008


JÓLAÓRÓI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐRA 2008  G R Ý L A
KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR OG HALLGRÍMUR HELGASON


Gryla

Styrktarfélagið gefur nú fyrir jólin út óróann „Grýlu” en hún er hluti af  „jólasveinaseríu” félagsins. Þetta er í þriðja sinn sem óróinn kemur út en óróarnir frá félaginu hafa síðustu þrjú ár prýtt jólatré Reykvíkinga, Oslóartréð.


Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason leggja félaginu lið þetta árið, hann fæst við orðin en hún við stálið.





Katrín Ólína er einn af okkar fremstu hönnuðum.
Hún starfar alþjóðlega á sviðum vöruhönnunar, myndlistar, tísku, textíls og innanhúsarkitektúrs og hefur vakið athygli fyrir einstakt myndmál og persónulegan stíl. Óróinn sem er jolagrylatúlkun Katrínar á Grýlu er mjög skemmtilegur að sjá og minnir um margt á þær persónur sem Katrín hefur skapað í sínu óviðjafnanlega myndmáli.

Hallgrímur Helgason er einn af okkar dáðustu rithöfundum. Hann er einnig þekktur fyrir myndlist sína og fæst auk þess við skopteikningar, greinarskrif og þýðingar.  Hallgrímur yrkir hér kvæði um Grýlu og kemst sem fyrr skemmtilega að orði í lýsingum sínum.

Grýla er seld í takmörkuðu upplagi og fæst í Casa (Skeifunni 8 og Kringlunni) og Epal  (Skeifunni 6, Laugavegi 51 og Leifsstöð) dagana 5.-19. desember. Verslanirnar gefa vinnu sína og rennur allur ágóði af sölunni til Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Helsti styrktaraðili Styrktarfélagsins við gerð Kærleikskúlunnar og óróans er Glitnir.
 
jolaoroi
















Yfirlit



eldri fréttir