Hollenski Bugaboo hönnuðurinn Max Barenbrug á Nordica
Ráðstefna um samvinnu hönnuða og fyrirtækja í tilefni af upphafi verkefnisins Frá hönnun til útflutnings.
Útflutningsráð Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu á Hilton Nordica
miðvikudaginn 15. október kl. 13-17 , þar sem m.a. hollenski hönnuðurinn Max Barenbrug mun halda fyrirlestur.
Max Barenbrug og Bugaboo barnakerran
Max
Barenbrug er þekktastur fyrir að hafa hannað Bugaboo barnakerruna sem
nú er ein mest selda barnakerra í heimi og úr varð milljarða evra
fyrirtæki þar sem kerran er táknmynd hins nútímalega karlmanns og
stöðutákn nútímaforeldra. Fyrirtækið hefur verið markaðsráðandi í
heiminum síðustu átta ár.
Sjá nánar á
www.bugaboo.com
Útflutningsráð styrkir fyrirtæki til að ráða hönnuði
Ráðstefnan
er haldin til að vekja athygli á mikilvægi hönnunnar þegar vara er
framleidd. Verkefnið Frá hönnun til útflutnings verður kynnt, þar sem
Útflutningsráð greiðir 50% af launum hönnuðar á móti framleiðanda við
hönnun á nýrri vöru til útflutnings.
Styrkþegar kynntir
Þau fyrirtæki sem valin hafa verið til þátttöku í verkefninu
Frá hönnun til útflutnings verða kynnt í lok ráðstefnunnar. Einnig koma fram hönnuðir frá
Vík Prjónsdóttir sem hefur náð miklum árangri og
8+8 Made in Hafnarfjörður þar sem 8 alþjóðlegir hönnuðir og 8 hafnfirsk iðnfyrirtæki unnu saman að framleiðsluvörum.
Frítt á ráðstefnuna
Frítt er á ráðstefnuna en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma
511 4000 eða á
greta@utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði í síma
824 4376 eða
asgerdur@utflutningsrad.is