Fréttir

12.3.2020

HönnunarMars 2020 fer fram dagana 24.-28. júní
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna hefur stjórn og stjórnendur HönnunarMars ákveðið að færa hátíðina til sumar en hátíðin fer fram dagana 24.-28 júní næstkomandi.  Ákvörðunin er tekin að vel í grunduðu máli og í samtali við þátttakendur og samstarfsaðila
.

Það er forgangsatriði að allir leggist á eitt við að hefta frekari útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á samfélagið.

HönnunarMars er 12 ára hátíð sem fæddist í miðju hruni og hefur því frá upphafi verið boðberi bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Hann mun því koma inn með krafti, veita innblástur, gleði og varpa ljós á kraumandi skapandi kraft hönnunarsamfélagsins hér á landi.

Það eru bjartari tímar framundan, mætum tvíefld til leiks með hækkandi sól!

Sjáumst á HönnunarMars dagana 24.-28. júní !


Yfirliteldri fréttir